Forseti flytur opnunarávarp á alþjóðlegri ráðstefnu Evrópusambands Soroptimisa sem fram fer á Hilton hótelinu í Reykjavík. Ráðstefnuna sóttu á annað hundrað erlendra gesta auk Íslendinga.
Íslendingur eru nú í fyrsta sæti forseti Evrópusambands Soroptimista, en Hafdís Karlsdóttir var kjörinn í embættið til tveggja ára fyrr á þessu ári. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem árlegur aðalfundur samtakanna er haldinn á Íslandi og er um leið haldið upp á 65 ára afmæli fyrsta, íslenska soroptimistaklúbbsins og 50 ára afmæli landssambandsins.
Um 66.000 konur í stjórnunar- og starfsgreinastéttum frá 125 löndum eru meðlimir í soroptimistasamtökum á alþjóðavísu (Soroptimis International). Leiðarljós samtakanna er hjálpar- og þjónustustörf til að efla mannréttindi og stöðu kvenna. Í Evrópusambandi Soroptimista eru fyir 30.000 konur í 43 löndum, þar af eru 650 konur á Íslandi í 19 klúbbum. Fyrsti soroptimistaklúbburinn á Íslandi var stofnaði árið 1959 og Landssambandið árið 1974.