Forseti fundar með Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Hún er hér á landi í tengslum við ráðstefnuna Hringborð norðurslóða sem fer nú fram í Hörpu í Reykjavík. Rætt var um þá sérstöðu UNESCO að leiða saman fulltrúa ríkja á sviði menningar og vísinda. Einnig var rætt um aukna vanlíðan ungmenna víða um heim og möguleika á nýjum samfélagssáttmála til að stuðla að aukinni velsæld ungs fólks til framtíðar. Einnig var rætt um loftslagsbreytingar, átökin í Úkraínu, Gaza og víðar og getu alþjóðakerfisins til að takast á við stórar áskoranir. Loks greindi aðalframkvæmdastjórinn frá áhuga UNESCO fyrir fjölgun verndarsvæða í íslenskri náttúru.
Fréttir
|
17. okt. 2024
Aðalframkvæmdastjóri UNESCO
Aðrar fréttir
Fréttir
|
10. nóv. 2024
Samverustund í Grindavík
Forseti flytur ávarp og sækir samverustund.
Lesa frétt
Fréttir
|
07. nóv. 2024
Blái trefillinn
Eiginmaður forseta heimsækir Krabbameinsfélagið Framför.
Lesa frétt
Fréttir
|
06. nóv. 2024
Íslensku menntaverðlaunin
Forseti afhendir Íslensku menntaverðlaunin 2024.
Lesa frétt