Forseti fundar með Lisu Murkowski, fulltrúa Alaska í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hún er hér á landi til að sækja ráðstefnu Hringborðs norðurslóða sem fer nú fram í Hörpu í Reykjavík. Rætt var um sameiginlega hagsmuni og ábyrgð ríkja á norðurhveli jarðar, meðal annars varðandi lausnir á loftslagsvánni og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Öldungadeildarþingmaðurinn greindi frá tækifærum til frekari nýtingar jarðvarma í Alaska. Þá var rætt um komandi kosningar í nóvember, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, horfur að kosningum loknum og um sameiginlegar áskoranir beggja vegna Atlantshafsins. Loks var rætt um árásarstríð Rússa í Úkraínu, áhrif þess á samstarf í Norðurskautsráðinu og mikilvægi áframhaldandi stuðnings við íbúa Úkraínu.
Fréttir
|
17. okt. 2024
Lisa Murkowski
Aðrar fréttir
Fréttir
|
22. okt. 2025
Utanríkisráðherra Nýja Sjálands á Bessastöðum
Forseti fundar með Winston Peters,
Lesa frétt
Fréttir
|
17. okt. 2025
Lokadagur heimsóknar til Kína
Íslensk samtímatónlist á efnisskránni.
Lesa frétt
Fréttir
|
16. okt. 2025
Viðskiptalíf sem lætur gott af sér leiða
Forseti ávarpar viðskiptaþing í Shanghai.
Lesa frétt