Forseti fundar með Liu Zhenmin, sérstökum erindreka Kína í loftslagsmálum. Hann er hér á landi í tengslum við ráðstefnu Hringborðs norðurslóða sem fer nú fram í Hörpu í Reykjavík. Rætt var um stefnu Kínverja gagnvart norðurheimskautinu og markmið Kína í loftslagsmálum, þar á meðal aukna uppbyggingu sólar-, vind og kjarnorkuvera í Kína. Markmið þeirra er að allt að 80% af orkugjöfum landsins verði endurnýjanlegir. Einnig var rætt um framþróun við kolefnisförgun og mögulega samstarfsmöguleika landanna í orkumálum. Þá var greint frá viðleitni Kínverja til að koma á beinu flugi milli Kína og Íslands og aukna ferðamennsku Kínverja hér á landi. Fundinn sat einnig He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi.
Fréttir
|
18. okt. 2024
Loftslagserindreki Kína
Aðrar fréttir
Fréttir
|
04. des. 2024
Framúrskarandi ungir Íslendingar
Forseti afhendir hvatningarverðlaun JCI.
Lesa frétt