• Forseti á fund með Kadri Simson, orkumálastjóra Evrópusambandsins.
  • Forseti á fund með Kadri Simson, Clara Ganslandt og Peeter Kadarik.
  • Forseti á fund með Kadri Simson, Clara Ganslandt og Peeter Kadarik.
Fréttir | 18. okt. 2024

Orkumálastjóri Evrópusambandsins

Forseti á fund með Kadri Simson, orkumálastjóra Evrópusambandsins. Hún er hér á landi vegna ráðstefnunnar Hringborð norðurslóða sem fram fer í Hörpu í Reykjavík. 

Rætt var um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, orkuöryggi og hvernig Evrópusambandið hefur brugðist við orkukreppu í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Þá var rætt um reynslu Íslendinga í nýtingu jarðvarma og grænnar orku og möguleika á útflutningi þeirrar þekkingar. 

Loks var rætt um 30 ára afmæli EES-samningsins og ávinning hans fyrir íslenskst samfélag gegnum tíðina.

Fundinn sat einnig Clara Ganslandt, sendiherra ESB á Íslandi, og Peeter Kadarik, varamaður orkumálastjóra Evrópusambandsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar