• Forseti á fund með Pascal Lamy, Geneviève Pons og Guillaume Bazard.
  • Forseti á fund með Pascal Lemy, Geneviève Pons og Guillaume Bazard.
Fréttir | 18. okt. 2024

Pascal Lamy

Forseti á fund með Pascal Lamy, varaforseta Friðarráðstefnunnar í París, Paris Peace Forum. Hann er staddur hér á landi til að sækja fund Hringborðs norðurslóða sem fram fer í Hörpu í Reykjavík. Fundinn sátu einnig sendiherra Frakklands á Íslandi, Guillaume Bazard, og Geneviève Pons, forstjóri Jacques Delors stofnunarinnar.

Rætt var um áhrif loftslagsbreytinga á bæði norður- og suðurskautinu og leiðir til að miðla upplýsingum um afleiðingar þeirra. Einnig var rætt um græn orkuskipti sem mikilvægan lið í friðarumleitunum og um samvinnu Evrópu- og Afríkuríkja í orkuskiptum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar