Forseti tekur á móti fulltrúum landsnefnda Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndunum, UNICEF. Öflugt samstarf er milli Norðurlandanna sem deila reynslu sinni og þekkingu af fjáröflun, sjálfbærnimálum og aðferðum við að tryggja réttindin barna.
Sendinefnd UNICEF á Íslandi hóf störf árið 2004 og fagnar því 20 ára afmæli í ár. Landsnefndir hinnar Norðurlandanna sækja nú Ísland heim til að ræða sameiginleg áherslumál í rekstri UNICEF og hagsmunabaráttu fyrir börn.
Forseti tók á móti framkvæmdastjórum og stjórnarformönnum landsnefnda UNICEF á Bessastöðum. Rætt var um mikilvægi sjálfbærni við að tryggja rétt og umhverfi barna, þær leiðir sem samtök líkt og UNICEF geti farið til að eiga í farslu samstarfi við fyrirtæki um að stuðla að velferð barna og hvaða hlutverk Norðurlöndin geti leikið í að sýna fram á hið mögulega í þeim efnum.