Forseti á fund með Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands. Tilefnið var 25 ára afmælishátíð norrænu sendiráðanna í Berlín með þátttöku þjóðhöfðingja og fulltrúa konungsfjölskyldna Norðurlanda.
Áður en hátíðardagskráin hófst buðu Frank-Walter Steinmeier Þýskalandsforseti og Elke Büdenbender, eiginkona hans, forsetahjón Íslands velkomin með athöfn við forsetahöllina, Schloss Bellevue, þar sem þjóðsöngvar beggja landa voru leiknir að viðstöddum heiðursverði.
Við tók tvíhliða fundur forseta Þýskalands og Íslands, sem Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Þýskalandi, og Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sátu einnig ásamt forsetaritara.
Myndasafn: 25 ára afmæli norrænu sendiráðanna í Berlín.