Forseti tekur á móti handhöfum verðlauna Norðurlandaráðs 2024 á Bessastöðum. Forseti óskaði verðlaunahöfum til hamingju og efndi til samtals um mikilvægi lista- og menningarsamstarfs Norðurlanda.
Verðlaunahafarnir í ár eru höfundarnir Niels Fredrik Dahl og Jakob Martin Strid, tónskáldið Rune Glerup, arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir og kvikmyndaleikstjórinn Dag Johan Haugerud, ásamt framleiðendunum Yngve Sæther og Hege Hauff Hvattum.
Verðlaunum Norðurlandaráðs er ætlað að vekja áhuga almennings á norrænum bókmenntum, tungumálum, kvikmyndum og tónlist. Þá eru veitt umhverfisverðlaun fyrir sérstakt framlag til þess að auka sjálfbærni á Norðurlöndum. Tilnefningar voru kynntar og greint frá sigurvegurum í sérstökum sjónvarpsþætti sem framleiddur var af RÚV en sýndur í ríkissjónvörpum allra Norðurlanda. Þáttinn má sjá hér.