Forseti á fund með fulltrúum Stjórnarskrárfélagsins. Markmið félagsins er að skapa gagnrýna og málefnalega umræðu um stjórnarskrármál og breytingar á stjórnarskrá Íslands.
Á fundinum var rætt var stöðu stjórnarskrármálsins og ólíkar hugmyndir um endurskoðun stjórnarskrárinnar í tímans rás (?). Þá færðu fulltrúar félagsins forseta að gjöf prentað eintak af Nýju stjórnarskránni, en hún hefur að geyma tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga sem kosið var um í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012.