Forseti sendir kveðju til úkraínsku þjóðarinnar við þau tímamót þegar 1000 dagar eru liðnir frá innrás Rússa í landið árið 2022. Kveðjan var á myndbandsformi og send ríkissjónvarpi Úkraínu, þar sem hún var spiluð ásamt kveðjum frá öðrum þjóðhöfðingjum þann 19. nóvember. Kveðjuna má einnig sjá á X-síðu úkraínska utanríkisráðuneytisins.
Í kveðjunni ítrekar forseti stuðning Íslands við Úkraínu og segir Íslendinga bera djúpa virðingu fyrir þrautseigju úkraínsku þjóðarinnar.
Áður hafði forseti sent heillaóskir til Volodimírs Selenskí og úkraínsku þjóðarinnar á þjóðhátíðardegi Úkraínu þann 24. ágúst.