Forseti flytur ávarp í afmælishófi Samtaka íslenskra ólympíufara. Aðild að samtökunum eiga öll þau sem tekið hafa þátt í Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd, bæði sem keppendur, þjálfarar og fararstjórar. Afmælishóf samtakanna var að þessu sinni helgað þátttöku Íslendinga í sumar- og vetrarólympíuleikum 1984 í Los Angeles og Sarajevo.
Í ávarpi sínu sagði forseti erfitt að ímynda sér meiri upphefð en að fá að vera fulltrúi sinnar þjóðar á Ólympíuleikum. Hún sagði Íslendinga mega vera stolta af sínum Ólympíuförum og rakti eigin minningar af því að fylgjast með frammistöðu íslensks afreksíþróttafólks á leikunum undanfarna áratugi. Þá þakkaði forseti þjálfurum, aðstoðarfólki, aðstandendum og klappliði Ólympíufara fyrir þeirra þátt í árangrinum. Ávarp forseta má lesa hér.
Að loknu ávarpi forseta hélt Vésteinn Hafsteinsson, ólympíufari og afreksstjóri ÍSÍ, erindi um stefnu í stuðningi við afreksíþróttir á Íslandi og markmið fyrir Ólympíuleikanna í Los Angeles árið 2028. Þá flutti Þorkell Sigurbjörnsson, sagnfræðingur og íþróttafréttamaður, kynningu á bók sinni um þátttöku Íslendinga í Ólympíuleikunum 1948 í London.