Forseti tekur á móti starfsnemum frá erlendum sendiskrifstofum í Reykjavík. Nemarnir eru ráðnir tímabundið, samhliða háskólanámi, til sendiráða Danmerkur, Noregs og Þýskalands, sendiskrifstofa Grænlands og Færeyja á Íslandi auk Norræna hússins. Rætt var um norrænt samstarf og leiðir til að auka það enn frekar, stöðu alþjóðamála og vægi smáþjóða. Þá var rætt um framtíðarhorfur með tilliti til loftslagsbreytinga og átaka í heiminum, kynslóðajafnrétti og leiðir fyrir ungt fólk til að verða leiðtogar og láta að sér kveða.
Fréttir
|
21. nóv. 2024
Starfsnemar sendiskrifstofa
Aðrar fréttir
Fréttir
|
04. des. 2024
Framúrskarandi ungir Íslendingar
Forseti afhendir hvatningarverðlaun JCI.
Lesa frétt