Forseti tekur á móti háskólanemum frá Tuck School of Business sem tilheyrir Dartmouth háskóla í New Hampshire í Bandaríkjunum. Hópurinn, sem stundar framhaldsnám, er í fræðsluferð á Íslandi til að kynna sér ýmsar atvinnugreinar þar sem Íslendingar hafa náð góðum árangri, einum hvað varðar græna orkugjafa, sjálfbærni og nýsköpun.
Fyrir hópnum fer Stefán Halldórsson sem sjálfur útskrifaðist frá Tuck School of Business árið 1988, fyrstur Íslendinga.