Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Indlands, R. Ravindra, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti Íslands og Indlands á ýmsum sviðum og leiðir til að auka viðskipti milli landanna, ekki síst á sviði nýsköpunar í grænum orkuskiptum.
Þá var rætt um markmið þjóðanna í loftslagsmálum og um sameiginlega hagsmuni á vettvangi Norðurskautsráðsins, þar sem Indland á áheyrnaraðild. Loks var rætt um nýjan fríverslunarsamning milli Indlands og EFTA-ríkjanna, sem undirritaður var fyrr á þessu ári, og ávinning af honum.
Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfsins heilsaði forseti starfsfólki indverska sendiráðsins á Íslandi. Loks var boðið til móttöku fyrir embættismenn og fulltrúa úr íslensku samfélagi sem sinna samskiptum Íslands og Indlands.