Forseti tekur á móti Alejandra del Río Novo, nýjum sendiherra Spánar með aðsetur í Ósló, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þann mikla vöxt sem verið hefur í samskiptum Íslands og Spánar undanfarin ár á öllum sviðum, tíðan samgang milli landanna og fyrirætlanir um enn frekari styrkingu tengsla milli ríkjanna. Þá ítrekaði forseti samúðarkveðju til spænsku þjóðarinnar vegna náttúruhamfaranna sem nýlega riðu yfir Valensía-hérað.

Fréttir
|
27. nóv. 2024
Sendiherra Spánar
Aðrar fréttir
Fréttir
|
16. sep. 2025
Framtíðaraðstaða Náttúruminjasafns
Forseti heimsækir Náttúruhúsið í Nesi.
Lesa frétt
Fréttir
|
15. sep. 2025
Langtímasjónarmið í umhverfismálum
Forseti í samtali á Umhverfisþingi.
Lesa frétt
Fréttir
|
15. sep. 2025
Mikilvægi iðn- og verkgreina
Forseti hittir þátttakendur í EuroSkills.
Lesa frétt