Fréttir | 28. nóv. 2024

Hugarafl

Björn Skúlason, eiginmaður forseta, heimsækir félagasamtökin Hugarafl og kynnir sér starfsemi þeirra, markmið og hugmyndafræði. Við sama tækifæri samþykkti Björn að taka að sér hlutverk verndara samtakanna. Samtökin sinna einstaklingum sem ganga gegnum geðrænar áskoranir og aðstandendum þeirra.

Markmið Hugarafls er að efla íslenskt heilbrigðiskerfi, standa vörð um mannréttindi og stuðla að aukinni mennsku í nálgun við fólk sem þarf stuðning vegna geðrænna áskorana. Samtökin byggja á hugmyndafræði bata og valdeflingar.

Fulltrúar samtakanna tóku á móti Birni í húsnæði Hugarafls að Síðumúla 6 í Reykjavík. Þar er rekin fjölbreytt dagskrá sem öllum er opin, þar sem lögð er áhersla á jafningjasamstarf, fagþekkingu og þekkingu einstaklinga sem hafa sjálfir reynslu af geðrænum áskorunum.

Til Hugarafls sækja um 300 manns á mánuði í fasta þjónustu, en yfir árið leita um þúsund manns til samtakanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar