Forseti afhendir verðlaun Forvarnardagsins á Bessastöðum. Keppnin felst í gerð kynningarefnis sem tengist þema dagsins en það var í ár leikir sem stuðla að samveru fjölskyldu og vina. Í flokki grunnskólanema hlutu verðlaunin þær Valdís Björk Samúelsdóttir, Kristný Halla Bragadóttir, Agla Dís Adolfsdóttir, Emelía Ýr Gísladóttir og Emma Mist Andradóttir sem eru nemendur í Grunnskólanum í Borgarnesi. Í flokki framhaldsskólanema komu þau í hlut Elísabetar Ingvarsdóttur sem stundar nám við Framhaldsskólann á Húsavík.
Sjá frásögn af forvarnardeginum í ár: Forvarnardagurinn 2024
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu landlæknis og vefsíðu forvarnardagsins, forvarnardagur.is.