• Forseti kveður Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna.
Fréttir | 09. des. 2024

Sendiherra Bandaríkjanna

Forseti á kveðjufund með Carrin F. Patman sem lýkur senn störfum hér á landi. Patman afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum í október 2022. Rætt var um traust samband Íslands og Bandaríkjanna og stöðu mála á alþjóðasviðinu. Þá lýsti sendiherrann jákvæðri upplifun sinni af landi og þjóð á liðnum árum. Einnig var rætt um öflugt menningarlíf íslensku þjóðarinnar og tækifæri til áframhaldandi samstarfs á ýmsum sviðum, ekki síst á sviði jafnréttismála. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar