• Ljósmynd: Ari Páll Karlsson
  • Ljósmynd: Ari Páll Karlsson
  • Ljósmynd: Ari Páll Karlsson
  • Ljósmynd: Ari Páll Karlsson
  • Ljósmynd: Ari Páll Karlsson
Fréttir | 05. feb. 2025

Miðlalæsi í grunnskólum

Forseti ýtir úr vör menntaverkefni um miðlalæsi barna í grunnskólum, í samstarfi Reykjavíkurborgar við breska sendiráðið á Íslandi og felst í innleiðingu tölvuleiks sem hannaður var í Bretlandi af samtökunum ParentZone til að hjálpa börnum að skilja hvernig hægt sé að nota netið á öruggan hátt og takast á við áskoranir sem þar geta orðið á vegi þeirra.

Sendiráð Bretlands á Íslandi átti frumkvæði að þýðingu leiksins yfir á íslensku og hefur í samstarfi við Reykjavíkurborg unnið að því að innleiða notkun hans sem heimanám fyrir grunnskólanemendur. Verkefninu var ýtt úr vör í Hlíðaskóla í Reykjavík, en stefnt er að því að leikurinn verði í framhaldinu innleiddur í fleiri sveitarfélögum.

Forseti ræddi við nemendur um notkun snjalltækja og netöryggi. Sagði hún mikilvægt að stuðla að því að fólk á öllum aldri geti verið ábyrgir þáttakendur í stafrænum heimi, sem reynist mörgum flókinn. Þá tóku forseti og Bryony Mathew, sendiherra Bretlands, þátt í að spila leikinn með nemendum og svaraði spurningum frá þeim.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar