Forseti tekur á móti bandarískum námsmönnum og fræðafólki sem dvelst nú hérlendis á vegum Fulbright-stofnunarinnar. Fulbright á Íslandi var stofnað árið 1957 og hefur æ síðan stuðlað að samstarfi Íslands og Bandaríkjanna á sviði mennta, vísinda og lista. Hópurinn ræddi við forseta um nám sín og störf og fékk leiðsögn um forsetasetrið.