• Forseti á fund með forsvarsmönnum Samtaka leikjafyrirtækja.
  • Forseti á fund með forsvarsmönnum Samtaka leikjafyrirtækja
Fréttir | 27. feb. 2025

Samtök leikjafyrirtækja

Forseti á fund með forsvarsmönnum Samtaka leikjafyrirtækja (IGI) á Íslandi. Innan þeirra vébanda starfa yfir 20 fyrirtæki með um 500 starfsmenn. Rætt var um hraðan vöxt í íslenskum leikjaiðnaði á síðustu árum og tækfæri til frekari vaxtar í framtíðinni.

Samtökin vinna að sameiginlegum hagsmunamálum íslenskra leikjafyrirtækja, þar á meðal kynningu íslenskrar framleiðslu og hönnunar á erlendri grundu. Fram kom á fundinum að yfir 86% Íslendinga á aldrinum 18-30 ára segist spila tölvuleiki og 78% í aldurshópnum 31-45 ára. 

Til fundarins komu Halldór Snær Kristjánsson, stofnandi Myrkur Games og stjórnarformaður IGI, Stefán Björnsson, stofnandi Solid Clouds og stjórnarmaður IGI, Erla Tinna Stefánsdóttir, verkefnastjóri Icelandic Game Industry og Eggert Árni Gíslason, Stjórnarformaður Solid Clouds.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar