Forseti flytur opnunarávarp á málþingi Félags fósturforeldra sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift málþingsins var „Er farsæld tryggð í fósturmálum?“ og voru flutt erindi frá fagfólki, félagsstjórn, fyrrum formanni og fósturforeldrum. Fjallað var um stöðu fósturfjölskyldna í dag, ræddar upplifanir af hversdagslegum áskorunum og horft til framtíðar og framþróunar í málaflokknum.