• Forseti tekur á móti börnum sem kynna Lausnahringinn. Ljósmynd: Karen Ösp Friðriksdóttir.
  • Samtal við forseta. Ljósmynd: Karen Ösp Friðriksdóttir.
  • Samtal við forseta. Ljósmynd: Karen Ösp Friðriksdóttir.
  • Ljósmynd: Karen Ösp Friðriksdóttir.
  • Ljósmynd: Karen Ösp Friðriksdóttir.
  • Hópknús. Ljósmynd: Karen Ösp Friðriksdóttir.
  • Ljósmynd: Karen Ösp Friðriksdóttir.
  • Forseti ásamt börnunum og foreldrum. Ljósmynd: Karen Ösp Friðriksdóttir.
  • Hópknús. Ljósmynd: Karen Ösp Friðriksdóttir.
  • Forseti og Arnrún María Magnúsdóttir. Ljósmynd: Karen Ösp Friðriksdóttir.
Fréttir | 31. mars 2025

Lausnahringurinn

Forseti tekur á móti börnum á aldrinum 8-13 ára á Bessastöðum sem kynna verkefnið Lausnahringurinn. Lausnahringurinn var þróaður af börnunum í samvinnu við Arnrúnu Maríu þegar hún var deildarstjóri þeirra í leikskóla. Markmiðið með verkefninu er að styðja börn og fullorðna til að tileinka sér lausnamiðaðar samskiptaleiðir og þannig skapa örugg tengsl. Arnrún María starfar sjálfstætt og hefur þróað forvarnarverkefnið Samtalið fræðsla ekki hræðsla

Börnin áttu samtal með forseta og afhentu henni mynd af verkefninu. Forseti afhenti börnunum spilastokk sem tileinkaður er minningarsjóði Bryndísar Klöru og hvatti þau þannig til að spila meira og draga úr skjátíma. Auk þess hvatti hún þau til að sýna kærleika í verki og gerast riddarar kærleikans sem rímar vel við áherslur Lausnahringsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar