Forseti heimsækir norska Stórþingið og á fund með Masud Gharahkhani, forseta þingsins. Fundinn sat einnig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra auk starfsmanna. Rætt var um stöðu mála á alþjóðasviðinu og náið samstarf Íslands, Noregs og Norðurlanda allra. Gharahkhani leiddi einnig forseta og ráðherra um bygginguna og sagði frá sögu hússins og þingsins. Heimsóknin í Stórþingið var liður í dagskrá þriggja daga ríkisheimsóknar forseta til Noregs, en lesa má nánar um dagskrána hér.
Fréttir
|
08. apr. 2025
Norska Stórþingið
Aðrar fréttir
Fréttir
|
21. nóv. 2025
Fjölbreytt dagskrá í Lundúnum
Forseti heldur heim eftir Bretlandsferð.
Lesa frétt
Fréttir
|
20. nóv. 2025
Samtal um jafnréttis- og loftslagsmál
Forseti ásamt Juliu Gillard í King's College London.
Lesa frétt