Forseti á fund með Jonasi Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, á meðan ríkisheimsókn hennar til Noregs stendur. Fundinn sátu einnig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs auk starfsmanna. Á fundinum var meðal annars rætt um farsælt samband Íslands og Noregs, stöðu alþjóðamála, sameiginlegar áskoranir og aukið samstarf Norðurlanda á sviði öryggis- og varnarmála.
Að fundinum loknum bauð' Støre til hádegisvarðar í forsætisráðuneytinu til heiðurs forsetahjónum Íslands og konungshjónum Noregs.
Sjá nánar um dagskrá ríkisheimsóknar til Noregs.