Forseti tekur á móti evrópskum Filippseyingum á Bessastöðum í kurteisisheimsókn. Fulltrúar European Network of Filipinos in Diaspora (ENFID) heimsækja forsetann í tilefni af árlegum aðalfundi félagsins sem haldinn er á Íslandi um þessar mundir. Þar safnast evrópskir Filippseyingar frá 18 löndum saman og ræða um málefni sem tengjast filippseyskum innflytjendum.