Forseti á fund með Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á meðan á ríkisheimsókn hennar til Svíþjóðar stendur. Fundinn sátu einnig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Maria Malmer Stenergard utanríkisráðherra og Carl-Oskar Bohlin almannavarnaráðherra.
Rætt var um samstarf Svíþjóðar og Íslands, áframhaldandi stuðning við Úkraínu, sameiginlegar leiðir til að styrkja viðnámsþol ríkjanna og efla viðskipti og fjárfestingar.
Að fundinum loknum ræddu forsætisráðherrann og forseti við fjölmiðla. Upptöku frá fjölmiðlafundinum má sjá hér.