• Forseti á fund með forseta sænska löggjafarþingsins, Andreas Norlén. Ljósmynd: Leifur Rögnvaldsson.
  • Forseti á fund með forseta sænska löggjafarþingsins, Andreas Norlén. Ljósmynd: Leifur Rögnvaldsson.
  • Forseti á fund með forseta sænska löggjafarþingsins, Andreas Norlén. Ljósmynd: Leifur Rögnvaldsson.
  • Forseti á fund með forseta sænska löggjafarþingsins, Andreas Norlén. Ljósmynd: Leifur Rögnvaldsson.
Fréttir | 06. maí 2025

Sænska þingið

Forseti heimsækir sænska löggjafarþingið Riksdagen og á fund með forseta þingsins, Andreas Norlén. Fundinn sat einnig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra auk starfsmanna. Rætt var um norrænt samstarf, samskipti við bandalagsþjóðir og ákall eftir aukinni samstöðu í ljósi stöðu mála á alþjóðasviðinu. Þá var rætt um fjölda íslenskra læknanema í Svíþjóð og hvernig greiða megi leið þeirra til framhaldsnáms. Einnig var rætt um norrænan bókmenntaarfi og færði forseti Norlén að gjöf Hávamál í sænskri þýðingu, en svo vildi til að fundinn bar upp á afmælisdegi þingforsetans.

Heimsóknin í sænska þingið var liður í dagskrá þriggja daga ríkisheimsóknar forseta til Svíþjóðar.

Myndasafn frá ríkisheimsókn til Svíþjóðar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar