Forseti á fund með Naruhito, keisara Japans, í keisarahöllinni í Tókýó. Rætt var um samskipti Íslands og Japans, aðgerðir í jafnréttismálum og nýtingu þjóðanna á endurnýjanlegri orku. Fundurinn er liður í opinberri heimsókn forsetahjóna til Japans í tilefni af heimssýningunni Expo 2025 sem fram fer í Osaka.