Forseti á fund á Bessastöðum með Zhang Qingwei, varaforseta kínverska þjóðþingsins (e. National People's Congress) og fylgdarliði hans. Rætt var um ýmsar hliðar á samskiptum Íslendinga og Kínverja, þar á meðal samvinnu á sviði jarðhitanýtingar, ferðamennsku og viðskipta. Þingforsetinn bar forseta kveðju forseta Kína og bauð henni á alþjóðlegu jafnréttisráðstefnuna sem haldin verður í Beijing í október næstkomandi en Vigdís Finnbogadóttir var gestur ráðstefnunnar fyrir þrjátíu árum síðan.