Í tilefni af 50 ára afmæli Kvennafrídagsins sendi Sandra Mason forseti Barbados myndband með kveðju til forseta Íslands og Íslendinga.
Kveðjan er svohljóðandi:
„Heil og sæl. Ég er forseti Barbados, frú Sandra Mason. Það er mér einstakur heiður að senda forseta Íslands, frú Höllu, og Íslendingum öllum heillaóskir í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins.
Íslenskar konur tóku sér frí 24. október 1975. Þær mörkuðu söguleg tímamót þegar þær lögðu niður störf til að krefjast jafnréttis. Þær mótmæltu kynjamisrétti og sýndu fram á mikilvægi kvenna í íslensku samfélagi. Þessi viðburður varð leiðarljós kvennabaráttunnar á Íslandi sem nú er forystuland á sviði jafnréttismála.
Íslendingar hafa verið öðrum fyrirmynd en því miður er kynjamisrétti enn útbreitt um allan heim. Það er þörf á sjálfbærum, markvissum aðgerðum til að knýja á um jafnrétti kynjanna.
Undanfarna áratugi hefur Ísland fylgt sömu stefnu og fagnað nýjum áföngum í jafnréttismálum. Á mínum heimaslóðum hafa verið tekin skref í jafnréttisátt en leiðin er löng og krókótt. En Íslendingar hafa sýnt og sannað að það er unnt að ná árangri.
Það gleður mig að mega samfagna með Íslendingum á hálfrar aldar afmæli kvennafrídagsins.“
Einnig sendu kveðjur í tilefni Kvennafrídagsins þær fr. Lucia Witbooi varaforseti Namibíu, fr. Mary Simon landstjóri Kanada og Vjosa Osmani forseti Kósovó.