Í tilefni af 50 ára afmæli Kvennafrídagsins sendi Vjosa Osmani forseti Kósovó myndband með kveðju til forseta Íslands og Íslendinga.
Kveðjan er svohljóðandi:
„Kæra frú forseti, Halla Tómasdóttir, kæru vinir.
Mér er sannur heiður að minnast með ykkur fimmtíu ára afmælis hins sögulega Kvennafrídags á Íslandi, dags sem breytti ekki aðeins íslensku þjóðinni til frambúðar heldur hvatti kynslóðir kvenna um allan heim til að standa vörð um jafnrétti og réttlæti.
Ég heiti Vjosa Osmani og er forseti Kósovó, lands hvers frelsi, friður og lýðræði hafa byggst á hugrekki og þolgæði íbúanna, ekki síst kvenna okkar; kvenna sem voru í fararbroddi í mótmælum gegn kúgun, kvenna sem börðust við hlið karla í sjálfstæðisbaráttunni og kvenna sem eru nú leiðtogar okkar á opinberum vettvangi með skýra framtíðarsýn.
Saga Kósovó er saga fólks, ekki síst kvenfólks, sem aldrei gafst upp. Þegar við tökum höndum saman og fögnum arfleifð íslenska Kvennafrídagsins endurnýjum við einnig sameiginlegt heit um að tryggja að sérhver stúlka í sérhverju landi hafi frelsi til að láta sig dreyma, velja og verða leiðtogi.
Við berum sameiginlega ábyrgð á að tryggja raunverulegt jafnrétti. Konur um allan heim þurfa að axla þá ábyrgð í sameiningu. Aðeins þannig getum við skapað farveg varanlegra breytinga.
Í Kósovó, á Ísland og um heim allan skulum við standa áfram vörð um réttlæti, reisn og jafnrétti öllum til handa. Jafnrétti er eini lykillinn að almennri velsæld allra íbúa þjóða okkar.
Þakka ykkur fyrir.“
Einnig sendu kveðjur í tilefni Kvennafrídagsins fr. Lucia Witbooi varaforseti Namibíu, fr. Sandra Maison forseti Barbados og Vjosa Osmani forseti Kósovó.