• Frá samtali forseta og Juliu Gillard, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu. Ljósmynd: KCL.
Fréttir | 20. nóv. 2025

Samtal um jafnréttis- og loftslagsmál

Forseti Íslands er í þriggja daga vinnuferð í Bretlandi sem hófst á miðvikudag og lýkur á föstudag. Á dagskrá forseta fyrir hádegi í dag var heimsókn í King's College London. Prófessor Stephen Bach, deildarforseti viðskiptadeildar skólans, tók á móti forseta og kynnti hana fyrir samstarfsfólki sínu, velunnurum skólans og gestum. Í hádeginu tók forseti síðan þátt í opinberum viðburði í háskólanum sem hófst á ávörpum Stephens Francis Smith, æðsta sendifulltrúa Ástralíu í Bretlandi, og Sturlu Sigurjónssonar, sendiherra Íslands í Bretlandi. Í kjölfarið ræddi forseti við Juliu Gillard, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, um leiðtogahæfni, jafnréttismál og loftslagslausnir. Þær svöruðu síðan spurningum nemenda og gesta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar