• Forseti ásamt gestunum frá SÍBS og Reykjalundi. Ljósmynd: Christopher Lund
  • Sveinn Guðmundsson sæmir forseta gullmerki SÍBS. Ljósmynd: Christopher Lund.
  • Forseti ásamt Svönu Helen Björnsdóttur með bókina Reykjalundur. Endurhæfing í 80 ár. Ljósmynd: Christopher Lund.
Fréttir | 16. des. 2025

80 ára afmæli Reykjalundar

Forseti tók á móti stjórnendum SÍBS, Reykjalundar og ritstjórum sögu Reykjalundar. Tilefnið var 80 ára afmæli endurhæfingarstarfsins á Reykjalundi.

Frá 1945 hefur Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) veitt þúsundum Íslendinga dýrmætan stuðning á Reykjalundi, endurhæfingu sem miðar að því að bæta lífsgæði og færni fólks eftir margvíslega sjúkdóma og slys. Af því tilefni réðst sambandið í ritun á sögu Reykjalundar og er höfundur hennar Pétur Bjarnason. 

Fremst í bókinni er birt kveðja frá forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Hún segir þar meðal annars: „SÍBS hefur rekið Reykjalund af myndarskap í mannsaldur og lagt ómetanlegt lóð á vogarskálar íslensks samfélags sem ég vil þakka, fyrir hönd þjóðarinnar. Ég óska starfsfólki, velunnurum og skjólstæðingum Reykjalundar heilla og velfarnaðar.“

Svana Helen Björnsdóttir starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar, Sveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS, Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS, Bjarki Bjarnason ritstjóri bókarinnar Reykjalundur: Endurhæfing í 80 ár og Birgir D. Sveinsson myndaritstjóri sóttu Bessastaði heim og færðu forseta bókina að gjöf. Auk þess sæmdi Sveinn forseta gullmerki SÍBS. Pétur Bjarnason forfallaðist því miður þennan dag.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar