Forseti flytur ávarp á 70 ára afmælishátíð Kópavogsbæjar. Kópavogur fékk kaupstaðaréttindi árið 1955 og er nú næstfjölmennasta sveitarfélag á Íslandi með ríflega 41 þúsund íbúa.
Fjölbreytt dagskrá var í öllum bænum í tilefni afmælisins, þar á meðal var Barnamenningarhátíð sem fram fór í menningarhúsi bæjarins, Salnum, þar sem forsetahjón tóku þátt. Í ávarpi sínu sagði forseti frá eigin uppvaxtarárum á Kársnesinu og þeim miklu breytingum sem orðið hafa á bæjarfélaginu síðan. Kórar Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla og Smáraskóla sungu.