Forseti flytur ávarp og afhendir verðlaun til fyrirtækja ársins 2025 á viðburði sem VR stendur fyrir í Hörpu í Reykjavík. Niðurstaðan byggir á könnun sem lögð er fyrir starfsfólk fyrirtækja og það beðið um að leggja mat á nokkra lykilþætti í vinnuumhverfinu. Spurt er um stjórnun, launakjör, starfsanda, jafnrétti, starfsánægju og fleira. Þau fyrirtæki sem skara fram úr í könnuninni hljóta formlega viðurkenningu. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum til stórra, meðalstórra og lítilla fyrirtækja.
Markmiðið með verðlaununum Fyrirtæki ársins er meðal annars að gefa stjórnendum verkfæri til að gera vinnustaðinn eftirsóknarverðan en jafnframt að gefa VR skýra mynd af viðhorfum félagsmanna til vinnustaða, sem nýst geti í kjarabaráttu.
Nánari upplýsingar um fyrirtæki ársins 2025 má sjá á vefsíðu VR.