• Forseti ræðir við Freyu Patti á alþjóðlegri Nýsköpunarviku í Reykjavík. Ljósmynd: Stephanie Zakas
  • Forseti ræðir við Freyu Patti á alþjóðlegri Nýsköpunarviku í Reykjavík. Ljósmynd: Stephanie Zakas
  • Forseti ræðir við Freyu Patti á alþjóðlegri Nýsköpunarviku í Reykjavík. Ljósmynd: Stephanie Zakas
  • Forseti ræðir við Freyu Patti á alþjóðlegri Nýsköpunarviku í Reykjavík. Ljósmynd: Stephanie Zakas
  • Forseti ræðir við Freyu Patti á alþjóðlegri Nýsköpunarviku í Reykjavík. Ljósmynd: Stephanie Zakas
Fréttir | 15. maí 2025

Nýsköpunarvika

Forseti tekur þátt í Nýsköpunarviku, Iceland Innovation Week, árlegum viðburði sem fram fer í Reykjavík. Markmið nýsköpunarviku er að efla frumkvöðlastarfsemi og tækniframfarir á Íslandi. Þar gefst bæði íslenskum og alþjóðlegum fyrirtækjum og frumkvöðlum kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum, fyrirlestrum og uppákomum af ýmsu tagi. 

Á lokadegi nýsköpunarviku fór fram dagskrá í Kolaportinu þar sem forseti tók þátt í samtali við fjölmiðlakonuna Freyu Patti. Rætt var um hlutverk nýsköpunar í framtíðarforystu, loftslagsmál og aðrar áskoranir undir yfirskriftinni „The Future We Choose—Leadership, Climate, and the Role of Innovation".

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar