Fréttir | 18. maí 2025

Heillaóskir til páfa

Forseti sendir nýjum páfa, Leó fjórtánda, heillaóskir við embættistöku hans í Vatíkaninu. Robert Francis Prevost var kjörinn páfi þann 8. maí og tók sér páfanafnið Leó XIV. Innsetningarathöfn hans fór fram með messu á Péturstorginu í Páfagarði sunnudaginn 18. maí.

Í bréfi sínu segir forseti að þótt íslenska þjóðkirkjan sé evangeliskt lúterskt trúfélag þá sé kaþólska kirkjan nú annar stærsti söfnuður landsins. Íslendingar séu friðsöm þjóð sem fagni áherslum páfa á friðarboðskap öllum til handa. „Rétt eins og þú þráum við frið á jörðu í hjörtum okkar," segir meðal annars í bréfi forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar