Forseti tekur á móti nemendum og kennurum alþjóðlegs námskeiðs í samningatækni og afvopnunarmálum. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur að náminu, sem ber heitið The Arms Control Negotiations Academy, ACONA og hefur verið styrkt af forsætisráðuneytinu undanfarin ár.
Á hverju ári tekur ACONA á móti nýjum hópi sérfræðinga sem koma víða að með fjölþættan bakgrunn og útskrifast eftir 12 mánuði. Að þessu sinni eru þátttakendur á námskeiðinu meðal annars frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Serbíu, Mexíkó, Gambíu, Þýskalandi og Japan.
Forseti tók á móti nemendunum við upphaf vikudvalar þeirra á Íslandi og ræddi við þau um frið og öryggismál.