Forsetahjón heimsóttu Sólheima og fögnuðu 95 ára starfsafmæli þeirra. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima á 28 ára afmælisdegi sínum þann 5. júlí árið 1930. Hún er af mörgum talin fyrsti íslenski umhverfissinninn og var brautryðjandi í lífrænni ræktun og í að veita þeim skjól sem minnst mega sín. Forseti tók við Sesseljuorðunni, tók fyrstu skóflustungu að stækkun Bláskóga, heldrimannahúss Sólheima, og tók á móti víðförlasta húsi veraldar sem Íslandsstofa gaf. Einnig skoðaði forseti listasýningu Sólheima og fór á leiksýningu um sögu Sesselju sem Edda Björgvinsdóttir stýrði. Að lokum þáðu gestirnir afmæliskaffi í Vigdísarhúsi og tóku við fallegum gjöfum.

Fréttir
|
05. júlí 2025
Heimsókn í Sólheima
Aðrar fréttir
Fréttir
|
29. ágú. 2025
Skógrækt og mannrækt
Forseti ávarpar aðalfund Skógræktarfélags Íslands.
Lesa frétt
Fréttir
|
27. ágú. 2025
Merkur frumkvöðull í dýravernd
Afhjúpað upplýsingaskilti við leiði Ingunnar Einarsdóttur.
Lesa frétt