Á fyrsta degi heimsóknarinnar bauð Anita Neville, fylkisstjóri Manitoba, forsetahjónum og fylgdarliði til hádegisverðar í embættisbústað sínum í Winnipeg. Undir borðum var m.a. rætt um samband og samskipti Manitoba við Ísland og íslensk áhrif sem víða má finna í fylkinu. Þá áttu forsetahjón fund með heilbrigðisráðherra Manitoba, Uzoma Asagwara, sem sagði m.a. frá aðgerðum sem ráðist hefur verið í til að sporna við einmanaleika eldri borgara innan fylkisins. Að loknum fundi fengu forsetahjón og fylgdarlið þeirra leiðsögn um þinghúsið. Heimsókninni lauk framan við það en þar má finna afsteypu af styttu af Jóni Sigurðssyni eftir Einar Jónsson, þá sömu og prýðir Austurvöll.

Fréttir
|
31. júlí 2025
Fundir í Winnipeg
Aðrar fréttir
Fréttir
|
03. ágú. 2025
Viðburðir í Gimli
Forsetahjón taka þátt í hátíðarhöldum Íslendingadagsins í Gimli.
Lesa frétt