• Forsetahjón í Manitobaháskóla með rektor skólans, Dr. Michael Benarroch og yfirstjórnendum.
  • Inga Torfadóttir myndlistarkona ásamt forseta Íslands.
  • Á Mannréttindasafninu í Winnipeg
Fréttir | 01. ágú. 2025

Háskólinn og mannréttindasafn í Winnipeg

Forsetahjónin heimsóttu Manitobaháskóla í Winnipeg og áttu þar fund með rektor skólans, Dr. Michael Benarroch og fleiri yfirstjórnendum. Að fundi loknum skoðuðu forsetahjónin deild íslenskra bóka við bókasafn Manitobaháskóla í fylgd Katrínar Níelsdóttur, Peter John Buchan og fleiri starfsmönnum safnsins. Forsetahjónin hittu auk þess myndlistarkonuna Ingu Torfadóttur sem búsett er í Winnipeg og var með sýningu á grafíkverkum í sýningarsal bókasafnsins.

Einnig heimsóttu forsetahjón Mannréttindasafnið í Winnipeg sem var opnað árið 2014. Markmið þess er að auka skilning almennings á mannréttindum, efla virðingu ólíkra hópa og hvetja til samtals.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar