• Í Riverton
  • Í Arborg
  • Í Arborg
  • Í Arborg
  • Í Arborg
  • Peter Dueck, bæjarstjóri Arborg, flytur ávarp.
  • Á Hecla Island
  • Á Hecla Island
  • Við White Rock minnismerkið um landnám fyrstu Íslendinganna í Manitoba 1875
  • Forseti leggur rauðar rósir að minnismerkinu White Rock
  • Í Riverton
  • Í Riverton
  • Í Riverton
Fréttir | 02. ágú. 2025

Heimsókn á Íslendingaslóðir í Arborg, Hecla Island, Willow Island og Riverton

Forsetahjón heimsóttu nokkra staði norðan Winnipeg. Fyrst var haldið að bænum Arborg, en rétt fyrir utan við bæinn, við bakka Íslandsfljóts (Icelandic River), er safnið Arborg District Multicultural Heritage Village. Þar er sögð saga íslenskra, pólskra og úkraínskra innflytjenda á svæðinu. Hópur fólks af íslenskum ættum, með Pat Eyjolfsson í fararbroddi, tók á móti forsetahjónum og leiddi þau um safnið. Að lokinni leiðsögn var boðið upp á kaffi í félagsheimilinu þar sem forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og bæjarstjóri Arborg, Peter Dueck, fluttu ávörp.

Hecla Island er landföst eyja á Winnipegvatni þar sem áður var blómleg byggð Íslendinga sem störfuðu við fiskveiðar og landbúnað. Eftir seinni heimsstyrjöld völdu margir að flytja frá eynni og árið 1969 var svæðið gert að fylkisgarði sem er jafnframt vinsæll sumarleyfisstaður. Á Hecla Island tók Maxine Ingalls á móti forsetahjónunum og sagði þeim frá lífinu á eynni, en hún ólst þar upp.

Forsetahjónin heimsóttu Víðines eða Willow Island og lagði forseti rauðar rósir að White Rock minnismerkinu um landnám fyrstu Íslendinganna í Manitoba 1875. Þá var haldið til Riverton og skoðuð stytta af Sigtryggi Jónassyni sem oft er kallaður faðir „Nýja Íslands“. Hann kom til Manitoba árið 1872 og var farsæll forystumaður í byggðarlaginu fyrstu árin. Þá skoðuðu forsetahjónin Engimýri, nýuppgert hús sem áður var bóndabær. Þau hittu þar að máli fulltrúa stjórnar Icelandic River Heritage Sites, sem stóð fyrir umfangsmiklum viðgerðum á húsinu og varðveislu þeirra minja sem í því eru.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar