• Forsetahjónum ekið um í glæsibifreið um götur Gilmi
  • Forseti ávarpar hátíðarhöld Íslendingadagsins í Gimli
  • Nokkrir af þeim íslensku listamönnum sem sóttu hátíðina heim í ár.
  • Við afhendingu kyrtils
  • Forseti ávarpar viðburð þar sem íslenskar konur færðu samfélaginu í Gimli nýjan kyrtil á fjallkonuna
  • Á New Iceland Heritage Museum, minjasafni helguðu landnámi og búsetu Vestur-Íslendinga á svæðinu
Fréttir | 03. ágú. 2025

Viðburðir í Gimli

Forseti Íslands ávarpaði viðburð þar sem hópur nítján íslenskra kvenna færðu samfélaginu í Gimli nýjan kyrtil á fjallkonuna. Þetta var kyrtill sem þær höfðu saumað. Verkefnið, sem fékk heitið „Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi“, var unnið með stuðningi frá fyrirtækinu „Annríki - þjóðbúningar og skart“ í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Þá skoðuðu forsetahjónin New Iceland Heritage Museum, minjasafn helgað landnámi og búsetu Vestur-Íslendinga á þessu svæði.

Lokaviðburður heimsóknar forsetahjóna til Manitoba-fylkis í Kanada var þátttaka þeirra í hátíðarhöldum Íslendingadagsins í Gimli. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1890 og er næstelsta þjóðernishátíð (e. ethnic festival) sem haldin er í Norður Ameríku. Einnig er Íslendingadagurinn stærsta hátíð fólks af íslenskum uppruna í Kanada. Meðal íslenskra listamanna sem sóttu hátíðina heim í ár voru Benni Hemm Hemm, Snorri Helgason, Leifur Björnsson og Margrét Áskelsdóttir, að ógleymdum Sprettskórnum og Karlakór Hreppamanna. Einn af hápunktum hátíðarhaldanna var fjölmennur hátíðarakstur. Var forsetahjónum ekið um í glæsibifreið um götur Gimli. Seinna sama dag flutti forseti hátíðarávarp á formlegri dagskrá Íslendingadagsins í Gimli Park og ræddi þar meðal annars stöðu kvenréttinda á Íslandi og vestur-íslenska frumkvöðla á því sviði í Kanada.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar