• Forsetur tekur skóflustungu fyrsta íbúðarhússins í Hamborg.
  • Forseti ræðir við Ragnhildi Sverrisdóttur og Sindra Óskarsson í Fljótsdalsstöð.
  • Forseti með starfsfólki Óbyggðaseturs.
  • Bjarki Jónsson kynnir starfsemi Skógarafurða.
  • Forseti og Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður í Snæfellsstofu.
  • Ann-Marie Schlutz eigandi Sauðagulls.
  • Forseti ásamt Skúla Birni Gunnarssyni í salarkynnum Skriðuklausturs.
Fréttir | 12. ágú. 2025

Fyrsta skóflustungan tekin í Hamborg

Forseti varði deginum í Fljótsdalshreppi í boði sveitastjórnar. Hún kynnti sér fyrir hádegi starfsemi tveggja sprotafyrirtækja: Sauðagulls, sem sérhæfir sig í matvælaframleiðslu úr íslenskri sauðamjólk, og Skógarafurða, sem er leiðandi í vinnslu á íslenskum skógi. Einnig hitti forseti ferðaþjónustuaðila í Snæfellsstofu í Vatnajökulsþjóðargarði og við Hengifoss. Eftir hádegisverð, sem forseti snæddi með sveitarstjórninni á Fljótsdalsgrund, tók hún skóflustungu að fyrsta húsinu í nýjum byggðakjarna á jörðinni Hamborg. Hún flutti stutt ávarp af því tilefni og sagði meðal annars. „Á tímum þar sem mikið er rætt um fækkun fólks og starfa á landsbyggðinni er einkar ánægjulegt að sækja heim samfélög sem horfa til framtíðar og sjá möguleika í breytingum og framþróun.“ Forseti heimsótti líka Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri, Fljótsdalsstöð og Óbyggðasetrið í Norðurdal.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar