• Forseti ásamt hópnum sem hér er á vegum Snorra verkefnanna.
Fréttir | 18. ágú. 2025

Frændgarður í Vesturheimi

Forseti tók á móti hópi fólks frá Kanada og Bandaríkjunum sem á ættir að rekja til Íslands og er hingað kominn til að fræðast um sögu landsins og hitta ættingja. Dagskrá þeirra hér er skipulögð undir merkju svonefndra Snorra-verkefna (The Snorri Programs) sem miða að því að styrkja tengsl milli Íslendinga og afkomenda íslenskra innflytjenda til Norður-Ameríku. Í ljós kom að tveir gestanna gátu rakið saman ættir sínar og ætt forseta. Meðal annars sem bar á góma var nýafstaðin heimsókn forsetahjóna til Winnipeg og þátttaka þeirra í Íslendingadeginum í Gimli.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar