Íslenska karlalandsliðiðið býr sig þessa dagana undir þátttöku í lokamóti EuroBasket 2025. Forsetahjón litu inn á lokaæfingu liðsins í íþróttahúsinu Ásgarði. Þau fengu landsliðstreyjur að gjöf og í kjölfarið ávarpaði forseti landsliðshópinn. Hún hvatti leikmenn til að spila með hjartanu og sagði að oft væri það jákvætt fyrir okkur Íslendinga að eiga á brattann að sækja. Slíkt framkallaði þegar best léti aukna seiglu og sveigjanleika. Hún bað leikmenn líka að muna, ef eitthvað vantaði upp á andann, hvað körfuboltinn gerði fyrir Grindvíkinga í kjölfar jarðhræringanna á Reykjanesi. „Körfuboltinn náði þar að sameina heilt samfélag og sennilega að bjarga sál þeirra og samfélagi á tímum þegar kannski fátt annað gat gert það.“