• Forsetahjón við bílinn sem ók með frú Vigdísi Finnbogadóttur á tíunda áratug síðustu aldar. Ljósmynd Jóhann B. Þorsteinsson..
  • Félagar úr Fornbílaklúbbi Íslands á hlaðinu á Bessastöðum. Ljósmynd Jóhann B. Þorsteinsson.
Fréttir | 20. ágú. 2025

Eðalvagnar á Bessastöðum

Forsetahjón tóku á móti félögum í Fornbílaklúbbi Íslands á Bessastöðum. Slógu menn á að þarna væru um 100 bílar og hátt í 200 manns. Gestum var boðið upp á léttar veitingar á hlaðinu í einstakri veðurblíðu. Forsetahjón sýndu meðal annars forsetabíl sem keyptur var í tíð frú Vigdísar Finnbogadóttur í embætti. Um er að ræða Cadillac Fleetwood Brougham frá 1990 sem er í eigu embættisins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar