Athygli forsetaembættisins hefur verið vakin á því að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, birtist í djúpfölsuðu gervigreindarmyndbandi sem notendur á samfélagsmiðlum geta séð. Er þar verið að mæla með óljósum fjárfestingarkostum og er áhorfendum talin trú um að forseti geti ábyrgst þá. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þykir forseta alvarlega vegið að sér og æru sinni með öllum slíkum fölsunum. „Ef fólk rekst á myndbönd af mér, eða öðrum þjóðþekktum einstaklingum að biðja það um að fjárfesta í einhverju þá er eins gott að staldra við, því það mun ég aldrei gera,“ sagði forseti í viðtali á Bylgjunni 21. ágúst. Embættið vill undarstrika þessi orð og hvetja almenning til að gæta sín á fölsuðu efni af þessu tagi.
Þar sem verið er að dreifa umræddu efni á ensku og alþjóðlega er ástæða til að birta hér einnig tilkynningu á ensku:
It has been brought to the attention of the Presidency that Halla Tómasdóttir, the President of Iceland, has been fraudulently displayed in a deepfake AI video where she seems to be suggesting investment opportunities. Please be aware of such forgeries and know that under no circumstances does the President of Iceland provide investment advice.